laugardagur, janúar 31

Góðan daginn

Jæja leikurinn við Hrunamenn vannst en tæpt var það, leikurinn fór nebbla 52-53. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og 15 stigum yfir þegar fjórði leikhluti byrjaði en svo fór allt í vitleysu hjá okkur og þær drituðu fullt af þristum í andlitið á okkur og því fór sem fór. En sigur er sigur þó ljótur sé en maður leiksins er án efa hún Fífi okkar Fanndal !!

Þvílíka snilldin hjá Skjá einum að sýna alla survivor þættina í röð. Ég sit hérna og glápi á þetta í staðinn fyrir að vera að læra sem er náttúrulega ekki nógu gott en hvað með það, lærdómurinn reddast eins og vanalega. En svo er það spilakvöld hjá Hebu annað kvöld en þá ætlum við að hittast gömlu skagagellurnar og spila og spjalla. En mér finnst verst að þetta skuli vera á morgun, langaði helvíti mikið að fara vestur á snæ-kef leikinn sem er í Hólminum annað kvöld. En það er svo löngu búið að plana þetta kvöld þannig að maður getur ekki farið að beila á því.

bið að heilsa
smessy

Nýtt á skinkunni

Halló nú er komin nýr liður í dagskrá skinkunar (daskinkz). Hann heitir kærastinn minn, hér kemur mynd af þeim fyrsta Hann er vel vaxinn niður..... En ég er búin að leiti lengi og ég fann ekkert......

kv. Skinkan

Nýtt á skinkunni

Halló nú er komin nýr liður í dagskrá skinkunar (daskinkz). Hann heitir kærastinn minn, hér kemur mynd af þeim fyrsta Hann er vel vaxinn niður..... En ég er búin að leiti lengi og ég fann ekkert......

kv. Skinkan

mánudagur, janúar 26

Hellú

Shit mar, ég hef ekki skrifað í háa herrans! Við Fífí settum ein pistil inn um helgina en hann misfórst e-ð kannski sem betur fer því hann var bara steypa.. Það var liðsparty hjá okkur á laugardag og þvílík gleði, partý í krakkhouse hjá Mirko og svo farið niðrí bæ á Solon og ég held að ég hafi bara þekkt alla þarna inn... eina var að Sara komst ekki inn því dyraverðirnir á Solon hata hana i stevewonder why....og btw þá Kristín þennan frasa.
Svo fórum við á Snæfell vs. Grindavík og sáum Snæfell bösta beljaka belli sínum á botninum á Grindvíkingum.. (frekar ógeðslegt orðalag í boði mr.Gun) En þessi leikur var hreinasta snilld þó svo ég hafi oft séð Sneez spila betur þá átti nýji gaurinn tvær sjúklegar troðslu!!!!!
Svo er eitt sem ég er að velta fyrir mér afhverju í ansk. trúir fólk ekki að Snæfell sé undir launaþakinu...sumir hálfvitar ganga jafnvel svo langt að nota negranema sem heimild fyrir því að Snæfell sé að svindla! Hvaða fáviti notar bloggsíðu til að sanna mál sitt. Díses.......
En þar sem ég er í innsta hring þá get ég staðfest að Snæfell hefur ekkert óhreint mjöl í pokahorninu og að þeir séu undir þakinu....
Ég held þeir séu bara hræddir....
jæja þá er það ekki fleira

elskiði friðinn
Bibba

Áfram Snæfell!!!!!!!!!

Já skellti mér á Grindavík-Snæfell í gær og sem endaði líka svona rosalega vel. Snæfell vann og áttu það svo skilið, því þeir voru einfaldlega betri. Það stóðu sig allir vel og voru að skila sínu en maður hefur samt séð þá spila betur og það er nú ekki slæmt að vinna Grindavík en vera samt ekki að spila sinn besta leik. En nú er það bara að halda áfram að vinna og hafa gaman af þessu. Slatti af fólki mætti og studdi liðið sem er bara gott mál en þeir eru nú sorglegir þessir Grindvíkingar, ég verð bara að segja það. það mættu sona 40 manns og það heyrðist ekki múkk í þeim á meðan við hvöttum okkar lið eins og sönnum stuðningsmönnum sæmir. Meira að segja Sigga sem kallar sig stuðningsmann nr 1 lét ekki heyra í sér. En sona er þetta bara með þessi lið, þau nenna ekki mæta á leiki og styðja sín lið nema þegar þau eru komin í úrslitakeppnina eða langt í bikarnum. Helvíti hallærislegt pakk ég segi nú bara ekki annað.............en Snæfells strákarnir eru heppnir að eiga svona góða stuðningsmenn því þeir fylgja þeim út um allt land og ég held að ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi að Snæfell eigi bestu stuðningsmennina af liðunum í úrvalsdeildinni. En nóg um það, við skelltum okkur líka á djammið á laugardaginn og jesús minn góður hvað það var gaman, sjaldan farið á eins skemmtilegt djamm. En það kom upp eitt atvik hjá mér sem var soldið neyðarlegt en það var þannig að ég blessunin var að labba með Guðrúnu vinkonu eitthvað niður tröppurnar á Sólon og svo allt í einu $%&/&%$ BÚMMMMMM........ég datt niður tröppurnar og Guðrún gerði náttúrulega eins og sönn vinkona gerir, hún datt í gólfið úr hlátri og er þetta víst það fyndnasta sem hún hefur séð á ævinni. Það er ekki leiðinlegt að eiga þátt í því og það er greinilegt að þetta verður atvik sem mikið verður rætt um þegar við vinkonurnar hittumst. Þegar ég svo hafði fattað það að ég hafi dottið þá sagði mín bara ,,gvuð ég braut gólfið" en nei ég braut bara hælinn á skónum mínum. Sona getur maður verið vitlaus. En ég er með hjúmanges marblett á löppinni eftir þessi viðskipti mín við tröppurnar. En ég var ekkert hætt að djamma enda klukkan bara fjögur ég skakklappaðist þarna út um allt með einn hæl undir skónum og hinn í hendinni, ég meira að segja afrekaði að "hlaupa" frá sólon og niðrá glaumbar og ég er ekkert frá því að ég hafi bara aldrei verið fljótari.

jæja verð að þjóta, sækja Birtu og fara á æfingu þannig að ég kveð í bili
ble ble stína

laugardagur, janúar 24

jæja... nú er allt að gerast. Snæfell er að fara að vinna Grindavík á morgun og við ætlum að að vera viðstaddar þegar það gerast. áfram strákar!!!!! Formannsdóttirin heldur með ykkur!! En jæja þá það að fara að leggja af stað niðrí krakkhás og ef Júlli les... ég vil fá fleiri mín. ég kveikti á örbylgjuofninum í gær en engin tók eftir því því að Júlli setti mig bara á deefrost á bekknum.......hérna er þetta fína partý, með þessum fína og fallega strák sem á met í spretthlaupi á eftir fyrrverandi...........þetta var frá Freyju. sendið áskorun á þetta blogg ef þið viljið sjá e-ð sérstak eins og hjá Sveppa og Audda en hann er frá Sauðárkróki eins og Rikki. Freyja tók eitt flug í leiknum en við vorum nýbúnar að horfa á Guð (jordan) bróðir Freyju og hún hélt að hún væri hann. Endaði nær dauða en lífi fyrir utan völlinn með boltann í klofinu samt ekki eins fyndið og þegar Gunnsla tók dæjf inn í klefa og gat næstum ekki spilað..... hélt áfram þó. Svona er ástin skonsurnar mínar..........

Rock on Bibba og Fífí

jó jó all the hós

Já takk Nói Albínói!!!! wazzup all my brotherz át there hehehhe já já ég er með smá alcohól í blóðinu ef þið eruð að velta því fyrir ykkur :) hehe mar er staddur í geisilegu geimi hérna í Kórsölum. Sara er ótrúleg, hún notar bara mína frasa og er ekkert að segja það að ég eigi þá. Ég er ein af þeim sem kem með frasa svona einu sinni á ári, ég veit að þið eigið bágt með að trúa því en sona er þetta bara. Gunnhildur er komin í feitt en hún er búin að finna körfubolta blaðið þar sem jú nów hú is in.................en það er engin önnur en stína fína símalína. Birta frænka er komin með einhvern yfirgang hérna og vill komast í tölvuna djöööö mar þannig að þið aðdáendur smessyar verðið bara að bíða þangað til næst.... ble ble í bili. Elskiði kviðinn og strjúkiði friðinn!!!
stína smessy!!

Lifi byltingin eins og Rikki mundi segja það!!

Rub my ass with butter and call me Svetlana!!!

Mar er staddur í partyi hjá Bibbu Spanky alles klar, sumir eru orðnir fyllri en aðrir og já takk það er ég!! Frikki weis das nicht (weishappel) er í hönnunarsögu memmér liggaliggalái!!! Við í da bliggz vorum að spila við da fettís í ármann þrótt í gær og unnum með fallegum 20 þó svo að hjöllarinn sjálfur sé ekki með skotleyfi!!! júlli ef þú lest þetta þá gemmér friggin skotleyfi og fleiri mínútur takk ezka ;) Erum á leiðinni í party í crackhouse og já meðan ég man stelpur SHOTGUN!!!!! þið vitið hvað ég meina hehe;) allir hættir að hlusta á mig og mín shotgun... I stevie wonder why!#$!!! jæja beibs og púnnngar förum úr buxunum & call me 8471934 múhahaha!
Love, peace and shotguns Sara Hjöll!

Já Já Já

Jæja viti menn við unnum Ármann/Þrótt í kvöld í Smáranum og er það bara gaman. Við skoruðum reyndar bara einhver sjö stig í fyrsta leikhluta en þeim fór samt fjölgandi í næstu leikhlutum. Við getum nú alveg spilað betur ég verð að segja það en sigur er sigur!!! Ármann fékk alveg 3 villur í ÖLLUM leiknum og ég er ekkert að grínast sko og við vorum með ca 20 já hvað segir það okkur??? hmmmm.....!!! en 21 stigs sigur staðreynd. Næsti leikur hjá okkur er við Flúðir, sorry Freyja ég meinti Hrunamenn eða UMFH eða hvernig sem þú vilt hafa það ezka en þessi leikur er 31. janúar á Flúðum.
Annars er voða lítið að frétta héðan nema það að það er djamm djamm djamm hjá okkur skvísunum á morgun, það er liðspartý hjá báðum meistaraflokkum Breiðabliks og ætlum við að skemmta okkur saman eins og sönnu fólki sæmir. Mættu nú sumir taka okkur sér til fyrirmyndar, nefni engin nöfn en taki til sín sem eiga það :)´
En hvað er málið með þennan blessaða skóla sem ég er í, ég á enn eftir að fá eina einkunn og það er bara engan veginn nógu gott, ég meina það er 23. janúar for kræing át lád!!!
Læt heyra í mér á morgun eða hinn og segi frá djamminu og það er aldrei að vita nema það leynist slúður inná milli fyrir þá sem vilja það ;)
bleeeeeeeeeeeeeee......
stína

miðvikudagur, janúar 21

Stína sais hi...!!!

Er að horfa á Jay Leno og ó mæ god hvað gaurinn er fallegur, ekki samt Jay heldur gaurinn sem er hjá honum, veit ekki hvað hann heitir.................shotgun!!!!!
Vorum að koma af æfingu í Kársnesi og var þetta síðasta æfing fyrir leik en við erum eins og áður hefur verið fjallað um að fara að keppa á föstudaginn kl 21:15 við Ármann/Þrótt. En ég ætla aðeins að tala um þessar Kársnes æfingar en þær eru skelfilegar bara vegna þess að þetta er ÖMURLEGT hús, þetta er eins og gamli Hagaskóli og svo er einhver gaur að kenna jóga á undan okkur og hann er með trilljón reykkelsi þannig að við öngum alveg af þessu ógeði. Ég hef ekkert meira að segja þannig að ég ætla bara að enda á smá brandara:

Guttinn var með mömmu sinni úti að ganga þegar nakinn maður hljóp fram hjá þeim.
- svei attan, hvílíkur grís, sagði mamman.
- Nei, sagði guttinn. Þetta var ekki grís, hann var með halann framan á.

þriðjudagur, janúar 20

Guten Abend miner lieber.....

Halló halló!!

jæja þá er ég loksins búin að finna bílinn minn en það rigndi í nótt og snjórinn fór, thank god!! Ég sit hérna með henni Söru og við erum að horfa á The American next topmodel en það er Tyra Banks sem stjórnar þessu batteríi. Þær eru held ég sjö eftir en það dettur alltaf ein út og vona ég að hún Ebony detti út næst, hún er svo drepleiðinleg greyið stelpan og fyrir utan það að hún er sköllótt í þokkabót. En ég held með Adrianne þó svo að ég sé bara búin að horfa á tvo þætti. En nóg um það, get ekki beðið eftir því að Friends þættirnir byrji 6. febrúar. Það verður þétt setið á hrauninu á hverjum föstudegi hér eftir en það er ekkert nema gott mál.
Þessi pistill verður í styttra lagi en ég nenni ekki að skrifa meira. Þannig að ég bið bara að heilsa!!!
Stína fína

p.s Hrefna mín ég þarf nú að fara að kíkja til þín og aðstoða þig að setja komment og gestabók ;) þú manst hvað við töluðum um á laugardaginn/sunnudaginn.....hehhehehe

kveldið...

.. jesus minn hvað eg er orðin þreytt á þessu endalausa leiðinda veðri!
annaðhvort eru skaflar uppað hnjám eða pollar uppað hnjám! ótúlegt! ég bíð eftir góða veðrinum sumarfríinum og sólinni!! ég get ekki hugsað mér annað en að fara e-ð í sumar í hita og sól guuuuð hvað það verður yndislegt og ekki verður verra að hafa prinsinn sinn með;)..!!

mánudagur, janúar 19

jæja jæja jæja.........

Sit hér og huxa mig um hvað ég á að bulla út úr mér en ég er engu nær en ég ætla samt að reyna........verið því þolinmóð!!!!

Fórum á djammið á laugardaginn og var þetta bara ágætisdjamm enda kominn tími til. Byrjuðum á að hittast hjá Birtu en fórum svo í "partý" í krakkhás, en þeir voru nú eitthvað slappir og voru bara í kókinu enda að fara að spila daginn eftir. En btw þeir unnu langþráðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn sem er ekkert nema gott mál og nú eiga þeir eftir að taka þá nokkra í viðbót. En aftur að djamminu en þetta var hin fínasta skemmtun. Fórum svo niður í bæ á Sólon en stoppuðum bara stutt, fórum so inn á vegamót og hittum þar Júlla þjálfa en hann var þar í góðum gír!!!!!

Vorum að spila við 10.flokks stelpurnar í gær sem var ágætis hreyfing en þær voru nú duglegar þessar elskur. Ég gat ekki blautan.... og vil ég gleyma þessum leik sem fyrst. Ég reyndi nú samt mitt besta en ég vil kenna þynnku um það hvernig fór. Ég var alveg búin að hoppa hæð mína sem er btw ekki mikil en hvað með það, ég ætlaði að fara að taka frákast en þá kemur einhver smástelpa og bara tekur það af mér.....hvurslags eiginlega uppeldi er þetta eiginlega á þessum börnum í dag.

Hvað haldiði að hafi beðið mín í gær þegar ég kom af æfingu í gær...... jú NFL leikur og það ekki einn heldur tveir. Ég er orðin húkkt á þessari íþótt en það sem verst er að þau lið sem held með tapa alltaf!!!! ég hélt til dæmis með Green Bay um seinustu helgi og þeir töpuðu og svo hélt ég núna í gær með Philadelphia og hvað haldiði þeir töpuðu. Þessi helgi var nú bara ekki nógu góð fyrir mig hvað þetta varðar, öll lið sem ég held með töpuðu. Snæfell tapaði, ÍS tapaði, Man united tapaði og svo mitt lið í NFL!!!

Ég fór í vettvangsnám í dag í fyrsta skipti á þessu ári sem var bara fín. Krakkarnir voru samt soldið hikandi þegar þau sáum mig enda komin með nýja klippingu en ein stelpan sagði við mig ,,Kristín, ertu komin með nýtt hár?" Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er komin með upp í kok af þessum skóla og að vera alltaf að vinna einhver leiðinleg verkefni og í morgun var ég alvarlega að spá í að hætta þessu bara og fara að vinna. En ætli maður klári alla vega ekki þetta ár og sjái svo til hvort maður taki síðasta árið strax.

Ein spurning til ykkar... Hvað mynduð þið gera ef þið væruð on fire??? Ég veit hvað Sara myndi gera!!

Jæja held að þetta sé komið gott í bili....
Bið að heilsa
kv Smessý

What´s up!!

Jæja þá er margt búið að gerast síðan síðast. Maður missti af Idolpartý á Hrauninu, þar sem hann Jón Sigurðsson minn maður stóð sig eins og hetja. Hreppti bara 2.sætið alveg eins og ég var búin að spá. Því það var nú nokkuð ljóst fljótlega að Kalli mundi sigra þetta. En þetta er búið spil og nú verður maður að finna sér eitthvað að gera á föstudögum fram til 6.feb þegar Friends byrjar. Maður er víst búin að panta pláss á hrauninu þá og föstudagana þar á eftir. Það verður svo sem ekki vandamál að finna sér eitthvað að gera á næstu föstudögum. Við eigum víst að spila einhvern slatta af leikjum núna næstu helgar. Þannig það eins gott að halda sér í formi núna og reyna að síga eitthvað aðeins ofar því mig rámar nú í að við höfum sett okkur einhver markmið um 2.-3.sætið í haust. Þurfum að fara að spíta í lófana ekki seinna en strax.
Blikakellurnar eins og við erum víst betur þekkar undir núna, spiluðum leik við 10.flokkspíurnar í gær. Það fór nú nokkuð vel sko öruggur sigur hjá okkur, en vonum samt að við smellum betur saman á föstudaginn þegar við spilum við Ármann/Þrótt. Sérstaklega þar sem við þurfum að hefna okkar vel fyrir 1stigs tap í síðasta leik á móti þeim. Vonum bara að við lendum ekki í svoleiðis klúðri aftur.
Annars var helgin alveg róleg, fór austur í mat til múttu en hún átti afmæli kellingin. Borðaði alveg heilan helling og lá í leti þess á milli.

leiter Fífí

laugardagur, janúar 17

jájá svona fór það!

Var að koma af leiknum snæfell-Njarðvík sem endaði allveg hræðilega miðað við mjög góðan leik hjá snæfell allan tíma!seinustu 5 min.voru hræðilegar! þeir bara gáfust upp og það höfum við ekki séð snæfell gera svo lengi að ég bara trúi þessu ekki! það var alveg fullt húsið í byrjun var lyður að raða niður 3ja stiga körfum hann er svo djöfull góður maður! í hálfleik var staðan 34-25 fyrir okkur og við vorum yfir allan tíman þegar það voru 1 min og 30 sek eftir var eftir var staðan 65-64fyrir okkur og leikurinn endar 69-74 fyrir njarðvík!! algjör synd því að snæfell voru bara miklu betri!!!
jæja ég þarf að fara að hugga þá greyin það er ekkert rosalega kátt í höllinni þessa stundina:/
Unnur Edda

hellúúúú

já góðan og blessaðan daginn!!

Hvað er með veðrið?? Bíllinn minn er fastur í snjóskafli þannig að ég þarf að fara mínar ferðir labbandi sem er kannski ágætis tilbreyting og fín hreyfing. En þeir sem þekkja mig vita að mér finnst ekki gaman að fara ferða minna labbandi en what a heck!!
Ég var að tala tala við Birtu og hún átti víst í einhverjum vandræðum greyið að komast heim í gær eftir alveg svaðalegt ædol partý í Hrauninu. Við söknuðum reyndar Freyju en hún verður bara að láta sjá sig þegar Friends byrjar þann 6.feb. Segjum það þá Freyja!!!!!

Snæfell að fara að spila við Njarðvík kl 4 og vona ég svo innilega að þeir vinni, þeir eiga það skilið drengirnir enda búnir að standa sig ótrúlega vel. Liðið er í 3-4 sæti í deildinni og eru búið að vinna fleiri leiki núna en allt tímabilið í fyrra. Ég vona að hólmarar sjái sér fært að mæta í íþróttahúsið og styðja við bakið á liðinu og hjálpi þeim að komast í höllina eins og í fyrra.

Var að skoða kommentin á síðunni okkar og er hún Íris að fara hamförum sem er gott mál, keep it upppppp Íris !! En hún var eitthvað að tala um einhvern stól sem ég hef víst eignað mér á Fimm Fiskum?? hmmm?? Íris ég veit ekki hvað þú ert að tala um! ;) hehheh..... æ æ æ er nú öll vitleysan eins.

Jæja dagurinn liðinn sem bróðir minn hefur hræðst í langan tíma en það er 16. janúar en þennan dag í fyrra klemmdi hann á sér puttann þegar hann var að vinna í ruslinu. En nú getur drengurinn farið að lifa eðlilegu lífi alla vega þangað til þessi dagur nálgast að nýju.

Heyriði já best að minnast á síðunna hennar Örnu en þeir sem vilja skoða myndir frá jóladjamminu í Hólminum er bent á að skoða myndasíðuna hennar sem er
http://nemendur.khi.is/arnaandr/djamm-jólafrí.htm

Jæja best að fara að koma sér út í búð en að lokum segi ég bara...
ÁFRAM SNÆFELL!!!

Stína

föstudagur, janúar 16

wazzupppp!!!!!!!!!!

Hvað er málið með veðrið hérna í borginni, það bara sést ekki á milli húsa. Ég ætla að vona að ég komist á æfingu og að bíllinn minn a.k.a bláa nunnan snjói ekki í kaf. Held að veðrið sem var í Hólminum í vikunni sé komið hingað til okkar sem er ekki nógu gott.

Ég verð nú bara að segja ykkur það að hann pabbi minn er snillingur en þau mamma voru að koma í bæinn í dag og ég ætlaði að hitta þau aðeins. Ég hringdi í sakleysi mínu í þau og það var svarað ,,Halló" og ég sagði ,,hæ hvar eruði?" ég er uppi á vist var sagt í símann og ég bara hvað ertu að gera það. Mér fannst röddin soldið skrítin en kannaðist samt við hana og hélt bara að þetta væri bróðir minn að bulla í mér en þá var sagt ,, þetta er sko Arnþór" og ég bara WHATTT!!!!!!!! ,,af hverju ert þú að svara í símann hjá mömmu minni?" hmmmmm......... þá sagði hann mér það að það væri allt í fokki og það væru svona fimm manns búnir að reyna að hringja í pabba. Snillingurinn hann faðir minn hafði þá divertað öllum símtölum til Adda.

Ég verð að segja að ég er alveg sammála henni Birtu með launaþakið, er ekki allt í lagi með fólk að vera að tala um þetta. Held að menn séu ekki það vitlausir að reyna að svindla á þessu. Hvernig er þetta með lið eins og Keflavík, Njarðvík og Kr, held að þau lið séu frekar yfir launaþakinu en Snæfell en annars veit ég ekkert um það.

Í sambandi við Haukaleikinn okkar þá er það staðfest að honum var frestað vegna þess að þær voru eitthvað hræddar við okkur og þurftu að æfa sig meira. Mér finnst það í rauninni ekki skrýtið þar sem okkar lið er með margar frægar stjörnur innanborðs sem eiga eftir að gera þeim lífið leitt.

Það hefur komið smá babb í bátin í sambandi við afmælisdjammið mitt og verið er að ræða það hvort það eigi að halda það frekar 14.febrúar sem er í rauninni ekkert verra svo sem. Birta og Guðrún eru víst að fara í próf 14. þannig að þær kæmust ekki ef það yrði haldið 13. en meira um það síðar.

Heyrðu segjum þetta gott í bili, þarf að skjótast á æfingu! gaman gaman en næsti leikur hjá okkur er þann 23.janúar en þá koma Helena og félagar í Ármann/Þrótt í heimsókn.

later gater
Stína smess

Góðan daginn

Jæja þá er komið að því sem allir eru búnir að bíða eftir.... eða kannski ekki allir heldur bara hún Kristín hehe. En ég er loksins búin að mana sjálfan mig upp í að skrifa pistil, hann verður nú kannski ekki svo svakalegur því ég hef mest lítið að segja. Allavega þá var maður að byrja í skólanum sem er ömurlegt því að ég þarf að vakna svo snemma að ég er ekki alveg að höndla það.

Eitt sem ég var að pæla er með þetta spjall eins og t.d. sportið ég bara verð að hætta að lesa svona drasl því ég verð alveg brjáluð.... hvað er málið með að fólk sé ekki að trúa því að Snæfell sé undir launaþakinu það er ekki talað um annað, svo er ekki minnst á lið eins og KR sem er með þrjá útlendinga og marga góða íslendinga sem eru örugglega að fá einhver laun. Svo var núna verið að setja nýjan þráð á 2.deild kvenna, hver er besti varnarmaðurinn í 2.deild kvenna hahaha.. persónulega finnst mér engin í þessari deild vera góður varnamaður því ef þær væri það í alvöru þá væru þær ekki í þessari deild...

Idol í kvöld.... svaka party hjá Stínu, veit nú ekki alveg samt hverjum er boðið en allavega verða fastagestirnir á Hrauninu ég og Freyja á svæðinu enda ekki á hverjum degi sem það er heimsóknartími hjá föngunum.

Jæja best að fara að undirbúa sig andlega undir æfingu ekki veitir af.......

Lifið heil
Bibba spanky

Góðan daginn

Jæja þá er komið að því sem allir eru búnir að bíða eftir.... eða kannski ekki allir heldur bara hún Kristín hehe. En ég er loksins búin að mana sjálfan mig upp í að skrifa pistil, hann verður nú kannski ekki svo svakalegur því ég hef mest lítið að segja. Allavega þá var maður að byrja í skólanum sem er ömurlegt því að ég þarf að vakna svo snemma að ég er ekki alveg að höndla það.

Eitt sem ég var að pæla er með þetta spjall eins og t.d. sportið ég bara verð að hætta að lesa svona drasl því ég verð alveg brjáluð.... hvað er málið með að fólk sé ekki að trúa því að Snæfell sé undir launaþakinu það er ekki talað um annað, svo er ekki minnst á lið eins og KR sem er með þrjá útlendinga og marga góða íslendinga sem eru örugglega að fá einhver laun. Svo var núna verið að setja nýjan þráð á 2.deild kvenna, hver er besti varnarmaðurinn í 2.deild kvenna hahaha.. persónulega finnst mér engin í þessari deild vera góður varnamaður því ef þær væri það í alvöru þá væru þær ekki í þessari deild...

Idol í kvöld.... svaka party hjá Stínu, veit nú ekki alveg samt hverjum er boðið en allavega verða fastagestirnir á Hrauninu ég og Freyja á svæðinu enda ekki á hverjum degi sem það er heimsóknartími hjá föngunum.

Jæja best að fara að undirbúa sig andlega undir æfingu ekki veitir af.......

Lifið heil
Bibba spanky

fimmtudagur, janúar 15

er allt að verða vitlaust..

já það er allt að verða vitlaust, ég var hérna að skoða slúðursíðurnar eins og ég geri oft er alveg sjúk í slúður af frægafólkinu úti hinum stóra heimi og svo vil ég nottla vita af írisi nokkurri símonar þið hafið örugglega rekist á hana rosalega há grönn mjög myndaleg.. ja nóg af henni.. og sé ég þá ekki að julio Iglesias sem er semsagt afi sönvarans enrique Iglesias.. en þessi gamli kall sem er 87 ára er giftur 40 ára gamalli konu mjög huggulegri og þau eiga vona á BARNI í sumar !!!!! hvað er konan að hugsa? jahh maður spyr sig bara! ég get allavega sagt ykkur það hér með að þessi maður notar viagra!

já það bíða allir spenntir eftir bikarleiknum á laugardaginn við vonum að það verði hörkustemmning og við fáum góðan sigurleik! olla klemma sagði mér áðan að hún ætlaði að mæta og halda uppi fjörinu og hlæja soldið fyrir okkur!
það verður bara gaman!:)

það er farið að rukka um myndir hér á skinkuna og þær koma! bíðið bara allavegna eftir afmælið hennar smessy verður slatti aldrei að vita nema maður fari með cameru á leikinn á lau:) sjáum til!

það sem er annars að gerast hérna um helgina er náttúrulega idol kvöldið á narfeyri það verður karoke og bjórtilboð!ég get nú sagt ykkur að ef að ég myndi mæta og taka lagið myndi ég nú rústa þessu því auðvitað er ég idol stjarna stykkishólms!:)ekki spurning!!

jæja það er gaman að þessu!
see ya *Unnur Edda*
Já góðan daginn!

Það er ástand hérna í skólanum, kennarinn veikur og ég á ekki að mæta í tíma fyrr en 10:30. Hvað er málið, geta kennarar ekki sent manni sms eða eitthvað til að láta mann vita þegar þeir eru veikir svona snemma á morgnanna? það er það minnsta sem þeir geta gert fyrir mann. Ég er náttla ekkert að fara heim núna því ég á heima útí rassgati.

Já frétti það í gær að það er búið að fresta leiknum okkar við Hauka þangað til á sunnudaginn 8.febrúar. Þær eru víst að fara að spila bikarleik við KR á sunnudaginn þannig að það verður bara rólegheit um helgina hjá manni á hrauninu. Reyndar er búið að bjóða manni í afmæli í Njarðvík á laugardaginn þannig að ætli maður fari ekki bara þangað.

En þessi dagsetning 8.feb hentar mér ENGAN VEGINN þar sem hún Áslaug vinkona mín var búin að plana djamm, föstudaginn 6.feb með okkur ex ÍA gellum.
En það verður bara tekið enn betur á því á afmælinu mínu 13.febrúar. En svo er maður líka að fara að djamma 10.feb (ég veit að það er þriðjudagur) en þá er árshátíð hjá skólanum.

Fór á Stelpuslaginn í gær í Seljaskóla og skemmti mér vel, mikið af fólki og fín stemming. Suðurnesin + Haukar unnu þetta frekar öruggt en það er eins og það er. Þriggja stiga keppni sem Anna María vann og stinger keppni sem einhver vann (man ekki). Valtýr Björn var kynnir og ég segi það hér með að maðurinn er ekki fyndinn!!!!

jæja hafið það gott og ble.....
Stína

miðvikudagur, janúar 14

daginn,daginn

Skinkan er að ná gríðalegum vinsældum.. þetta er maður að heyra< ekki leiðinlegt það ónei, það er meyra segja haldið að hún sé að ná negranum nema í vinsældum!uhh nei kannski ekkki alveg stax.. en það kemur að því!!
ég er búin að sækja bæklinga um nunnuregluna herna í bæ, það er víst búið að loka klaustrinu í Hafnarfyrðinum, en já bæklingarnir liggja á símaborðinu í sléttahrauninu fyrir þær sem hafa áhuga!

það var líka að fréttast að fröken smessy missi af bikarleiknum snæfell vs njarðvík og jesus minn hvað hún grét!þær eiga víst að fara að spila við haukana, blikastelpurnar en hver sleppir ekki soless rugli fyrir alvöru körfuboltaleik! hehe sorry stelpur.. svona er þetta bara!
reyndar er smessy sú alharðasta í bransanum að mæta á leiki..alveg sama hvaða leikur er bara ef það er körfuboltaleikur þá er hún mætt!:)

bræður okkar smessy eru með blogg líka rosalega smart þeir eru alveg steiktir dauðans alveg eins og þeir séu að reykja einhvað þegar þeir skrifa og mjög gaman að lesa bullið í þeim endilega kíkið skatman.blogspot.com
þið sem að kíkið á okkur endilega kvittið í gestabókina og endilega commenta
einhvað:)

see ya
*Unnur Edda*

Já halló

jæja jæja jæja ég segi nú ekki annað...........þessi skóli er að gera mig brjálaða. Er að fara að byrja í vettvangsnámi í næstu viku og þar erum við að fara að vinna eftir einhverri könnunaraðferð og hvað haldiði að hún Stína sé búin að lesa margar bls?... jú hún er alveg búin að lesa 12 bls af 97 + hefti. Þetta er náttúrulega bara ég í hnotskurn. Jæja en ég segir nú bara þetta reddast en þessi setning er alveg lýsandi fyrir mig upp á síðkastið.

En haldiði ekki að hann bróðir minn eigi ekki bara afmæli í dag og er orðinn 18 ára strákurinn!! TIL HAMINGJU !!!!!!!

Var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er náttúrulega bara mesta furða því ég geri ekki svoleiðis! Já ég var að horfa á paradise hotel og þessi þáttur gengur út á það að sofa hjá sem flestum. Í þættinum í gær þá kom fyrrverandi kærastinn hennar Amöndu í heimsókn og hún fer bara að grenja og eitthvað og þau byrja að hanga saman og hún segir honum hvað þau eru búin að vera að gera þarna og segir að hún hafi bara kysst einn gaur, sem er auðvitað bara lýgi. Hvað heldur hún eiginlega að hann sé, hann á eftir að horfa á þetta í sjónvarpi þannig að hún hefði bara átt að segja honum þetta.

SHITTT.........vorum með kynningu á verkefninu okkar áðan og ó mæ god hvað ég var ekki að höndla þetta. Ég hafði enga stjórn á kjaftinum á mér og bullaði eitthvað út í loftið og þegar bullið stóð sem hæðst þá rétti ég Laufey bara blaðið og bað hana að gjöra svo vel og klára þetta sem hún gerði.

Gaman að sjá að Unnur Edda er að koma sterk inn með pistla hérna hjá okkur, en ég óska eftir því að hún Birta fari að setjast niður við tölvuna og setja niður eitthvað sniðugt fyrir okkur.

Jæja komið gott í bili og ég segi ble ble
Stína

mánudagur, janúar 12

hæhæ skinkur hér og þar!

jæja þá er komið að litlu sveita stelpunni að vera gestaskinka..reyndar seinkaði aðeins því að talvan fór einhvað að rúnka sér og það var bara öskrað hástöfum þá kom pabbi og lagði hana með því að fara í cookies og ýtti bara á delete! já það er fínt að geta öskrað á þann gamla þegar einhvað bjátar að tölvunum hér í sveitinni! það er alveg brjálað veður svo að við tökum veðrið að eins fyrir alveg stormur og hálka dauðans!!

sugababes eru bara að mæta á klakann, ætli maður fari ekki og taki nunnurnar bara með sér, það verður örugglega gaman að fara á smá píkupopp tónleika!

ég skil ekki af hverju v.s.o.p skinkurnar þær einu sönnu eru ekkert að ganga út!þær líta nebbla svo asskoti vel út þessa dagana tóku laugardagskvöldið bara alveg í að gera sig fínar og það var bara allur pakkinn.. lita augabrírnar, grænn mask, gúrkur á augun og næring í hárið! úff hver getur staðist þessar píur! (við horfum þá að sjálfsögðu framhjá bílunum þeirra!!!)

Ég er ekki alveg viss með skemmtidagskrá hér í stykkishólmi um næstu helgi en ég skal reyna að vera komin með hana fyrir helgina;)
kveð í bili
*Unnur Edda*

sunnudagur, janúar 11

Já góðan daginn!

Þá er helgin að verða búin því miður og alvara lífsins tekur við á mánudaginn og þá þýðir ekkert annað en að læra læra og aftur læra.
Ég veit ekki með ykkur en ég var mjög sátt við Idolið á föstudaginn en strákarnir eru að gera góða hluti og þá sérstaklega Kalli en hann er alveg í sérflokki og þykist ég vita það að hann eigi eftir að vinna þetta nokkuð örugglega nema að eitthvað mikið gerist.

Í gær fór maður svo á stjörnuleikinn og það var bara fínt og ágætis skemmtun og mikið af fólki en suðurliðið vann þetta með nokkrum stigum en mér fannst samt norðurliðið skemmtilegra lið en þeir voru meira í tilþrifunum á meðan hinir voru meira í alvörunni. Ég held að hitt liðið hafi t.d bara troðið einu sinni. En helvíti er nú vont að sitja sona lengi á trébekkjum og til að bæta það þá var maður með hnén á fólkinu fyrir aftan sig í bakinu allan tímann. En þetta leggur maður á sig fyrir boltann.

Heyrðu haldiði að maður hafi ekki bara horft á box í gær á sýn og ég varð vitni að leiðinlegasta bardaga sögunnar held ég bara. Bubba og Ómari var t.d farið að leiðast svo að þeir voru farnir að tala um bílategundir og Trabanta og hvernig vélar eru í þessum blessuðu bílum. En annar boxarinn hét eitthvað Trabant. Ég verð nú að viðurkenna að ég skemmti mér ágætlega við að hlusta á bullið í þeim og Ómar fór alveg á kostum og það sem vall upp úr manninum.........þvílík snilld !!!

Við eigum ekki að spila fyrr en á laugardaginn en þá er leikur við Hauka og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til.............eða þannig. Þær eru nú ekki skemmtilegustu mótherjarnir skal ég segja ykkur.

Vona að þið deyið ekki úr leiðindum við að lesa þetta en maður er alveg blank svo ég bið að heilsa í bili.

Smezzy

laugardagur, janúar 10

Jæja þá er maður bara mættur með fyrsta pistillinn sinn sem gestapenni á skinkunni. Alveg góð eftir að hafa spilað góðan æfingaleik við í 8.flokk... alveg spurning samt um að tala ekki mikið um úrslitin svona þar sem greyin eru bara í 8.bekk sko:). En svo tók Idolið við hörkukeppni og hann Jón minn kemur bara sífellt á óvart og spái ég því að hann hreppi bara 2.sætið í þessari merku keppni... en nóg um það.

Annars situr teamið bara alveg rólegt að horfa á Stínu fínu í Afríku, hörku spennandi sjónvarpsefni svona á föstudagskveldi. Þetta er byrjunin á rólegum mánuði þar sem margir leikir eru framundan og ekkert gefið eftir í "atvinnumannadeildinni". Þýðir ekkert að vera í einhverju sukki þar sem margir leikir eru framundan.

Nú fer ar styttast í Birtuna mína, hún fer að láta sjá sig í höfuðborginni hvað á hverju. Um leið og hún mætir á svæðið fara í gang stragir tímar í skipulagningu á óvissuferð.
En nú er liðið á leið í sjoppuna að fá sér jarðaberjasjeik að hætti Rósu þar sem Fífí er alveg á ná röddinni sökum hálsbólgu.

leiter Fífí Fanndal

föstudagur, janúar 9

Hjöllarinn mættur!

komiði öll blessuð og sæl pungarnir mínir stórir sem smáir;) mar er hérna bara mættur í bloggheiminn og á ekki ómerkilegri síðu en skinkunni! Var að koma úr leiðangri með henni Andreu pjöllu og hún kann að taka þessa líka svakalegu hammara! hehe neinei sorry Andrea mín þetta er flott hjá þér, en uss var að heyra af ógeðslegri japanskri klámmynd þar sem eitthvað sushipar er að geraða og fara svo bara að éta horið úr hvoru öðru og æla og kúka framan í hvort annað hvað er eiginlega að!!! er þá pikköpplínan hjá þessu liði "hey er þér mál að skíta? ok komum heim að ríða!" En jæja það þýðir ekkert að velta sér uppúr þessu, hún Stína mín er að fara hamförum í uppvaskinu svakalegur dugnaður í stelpunni samt ekki jafn dugleg og ég í gær mar, ryksugaði alla íbúðina og þreif herbergið mitt OG baðið já takk! núna er það bara ekkert nema afslöppun alla helgina...þarf reyndar að fara með smokemobile á verkstæði hann er eitthvað að bila þetta grey, pústið bara dregst eftir götunni og það koma eldingar og sprengingar en það halda bara allir að ég sé með flamethrover og kraftpúst;) Þarf að fara að koma mér uppí íþróttahús, æfingaleikur við einhverja punga.
Hjöllarinn segir pís át!
Jesús minn og jeremías það er barasta ekkert grín að gera þessa síðu........ég er búin að sitja hérna upp í skóla og reyna að breyta lúkkinu en þetta ætlar bara ekkert að takast hjá mér, jú ég gat skipt um lit en þessi ljóti appelsínuguli litur situr bara sem fastast og vill ekki af. Mar bara spyr sig..hvað er að? Þannig að börnin góð verið bara þolinmóð þetta kemur allt með sumrinu.

Stjörnuleikurinn á morgun og við sambýlingarnir erum að spá í að fara. Já ég er ekkert að djóka með það að hún Sara ætlar að fara líka en það er nú alveg saga til næsta bæjar. Í Norðurliðinu eru hvorki meira né minna en fjórir Snæfellingar sem er frábært enda Snæfell með besta liðið í dag ;) en það eru Hlynur, Siggi, Haffi og Bárður þjálfari. Ég efast ekkert um það að þeir haldi uppi heiðri Snæfellinga og sýni snilldartilþrif.

Heyrðu svo verður mar nú að segja frá ædol partýinu sem við sara erum að fara að halda í kvöld. Jú jú Blikastelpurnar ætla að kíkja í Hraunið til okkar og horfa á ædolið í nýja sjónvarpinu MÍNU!!! það verður rosalegt. Unnur ég veit að þig langar að koma, koddu bara, þér er boðið!!!

jæja ble ble í bili
kv stína smessy
æ æ æ ég er ekkert að geta þetta enda ekki þekkt fyrir það að vera mjög tæknivædd manneskja. Sambýlingurinn farinn að sofa, hún er eitthvað hrædd um að vakna ekki í skólann í fyrramálið. En ef þið heyrið truntuhljóð klukkan tíu í fyrramálið þá er það bíllinn hennar söru Herra smóký smókerson sem er á ferð en pústið er eitthvað að gefa sig.
Fólk er strax farið að frétta af síðunni og hafa nokkrir hringt og lagt inn umsókn um að fá að vera gestaskinkur á síðunni en nú síðast hringdi hún Unnur Edda. Við erum að spá í að leyfa henni það enda gott að fá einhverjar fréttir úr Höfuðstað Vesturlands en eins og allir vita þá er það Stykkishólmur í öllu sínu veldi.
Mar er búið að vera að reyna að setja eitthvað af drasli hérna inn en hún Unnur er alveg að meika það í að trufla mig :) hún er orðin svo æst að fá að setja eitthvað hérna inn.
En jæja best að fara að lúlla svo mar vakni nú í skólann í fyrramálið,
ble ble í bili.
kv smessy

fimmtudagur, janúar 8

jæja þá er Skinkan farin í loftið og nú er ekki aftur snúið.......jiiiiiiii trúiði þessu.
Á boðstólnum verður v.s.o.p skinka auk þess að gestaskinkurnar Birta og Fífi Fanndal munu rúlla í gegn við tækifæri.
venlige hilsen
Smessy og Hjöllarinn