þriðjudagur, maí 25

Halló aftur

Jæja þá er maður sestur aftur fyrir framan tölvuna. Þetta verður samt sem áður bara stutt þar sem heilsan er ekki upp á sitt besta eins og er en ég er búin að vera lasin í dag og í gær og ég er að segja ykkur það að þetta er það allra leiðinlegasta. Ég sem ætlaði að vera svo geiðveikt dugleg og fara í ræktina eftir vinnu en nei mér á ekki að takast það. Ég verð bara að bæta úr því næstu daga. Júróvision partýið sem við fórum í var hin besta skemmtun og tókst mjög vel. Við fórum í drykkjuleik og drógum okkur land sem við áttum að halda með og drekka eins marga sopa og liðið fékk af stigum en Freyja greyið dró serbíu og svartfjallaland og hafði ekki við því enda fékk það land ca 280 stig eða eitthvað í líkindum við það en ég held að hún Fífí hafi nú eitthvað svindlað, alla vega komst hún niðrí bæ heheheh.

Það sem er svo á dagskrá um næstu helgi er að fara í fermingu hjá litlu syss en það er nú varla hægt að kalla þetta baunagras lítla lengur því hún stækkar upp úr öllu valdi. Já prinsessan er að fara að fermast og eftir því sem hún sagði mér í gær þá er hún að farast úr spenningi sem er bara gott mál.

Jæja þar sem heilsan er að hrella mig þá ætla ég að láta hér með staðar numið að bili
kv Stína

fimmtudagur, maí 13

jájá

56....

freys

miðvikudagur, maí 12

Komin aftur!!!!

Helvítis tölvan er alltaf að fokka í mér ég var búin að skrifa þennan líka fína póst og hún bara týndi honum, held ég verði að fara á e-ð tölvunámskeið því ég er alger auli í svona tölvudrasli. Mágur hans Rikka var hérna að laga tölvuna og hún var bara full af e-ju rusli sem gerði hana svona trega. En netið var bilað út af símafólkinu sem er e-ð að stíða mér alltaf og vill helst ekki að ég sé með netsamband ætli þau hafi fundið skinkuna????

En allavega ég er búin í prófum og Guðrún líka til hamingju ezka þá er bara Freyja eftir og þá eru allir búnir nema Arna sem er e-ð að fíflast þarna í kennaraskólanum með að vera í prófum til 17.MAÍ sem er bara rugl og þýðir það eitt að hún missir af hinu rómaða júróvisíjónpartý sem ég ætla að halda reyndar ætlum við stelpurnar að halda það en það verður heima hjá mér þar sem það varð of stórt fyrir Hringbraut 119 þar sem við höldum venjulega öll okkar partý.. svo varið ykkur íbúar á Kórsölum 1 því nú verður djammað!!!! Ef það er e-r þarna úti sem finnst að þeim hinum sama hefði átt að vera boðið í þetta partý en var það ekki þá er honum/henni hér með boðið og ekkert röfl..Hildur ef þú lest þetta þú veist að þér er boðið en þú ert löglega afsökuð ef þú ert með annað partý í sigtinu....við hittumst bara níðrí bæ og tröllum þar :)

Annars er ekkert meira að frétta elskurnar mínar (þ.e. þessar örfáu hræður sem lesa skinkuna) ég læt meira í mér heyra seinna með frekari upplýsingar um partíið góða

kveðja Bibba

Komin aftur!!!

Jæja loksins er netið komið í lag hjá mér og ég er búin í prófum jibbí. two down one to go því bara Freyja er eftir og svo getum við djammað..... Það er búið að skipuleggja eitt alsherjarpartý heima hjá mér um júróvisjón helgina svo að allir sem ég þekki sem lesa þetta og ég hef gleymt að bjóða endilega mætið, takið þetta til sín sem eiga. Þetta verður alveg svakalegt partý með öllu tilheyrandi og síðan verður haldið í langþráða bæjarferð þar sem fjörið verður ekki síðra!!!!!!!

En annars er ekkert að frétta er bara búin að vera grafin undir skólabókum að þykjast læra svo ég og Guðrún myndum ekki fá samviskubit en það virkaði svona líka helvíti vel hehe. Æ það er svo langt síðan ég hef skrifað að ég nenni ekki að skrifa meira, læt betur í mér heyra seinna með frekari fréttir af gleðskapnum..

kveðja Bibba

þriðjudagur, maí 11

104........

fimmtudagur, maí 6

2 próf eftir

222 klukkustundir í hvítvín, karokí og feitasta partý ársins....

Freys

sunnudagur, maí 2

lesa lesa lesa.....

Ég skil ekki hvað er að mér, ég nenni bara alls ekki að læra fyrir þetta eina próf sem ég er að fara í. Ég skellti mér á Akureyri á fimmtudaginn með vinnunni minni. Þetta reyndist vera hin ágætasta ferð fyrir utan eitt atriði og það var þegar ég þurfti að labba upp f***ing BREKKUNA á Akureyri, við erum ekkert að tala um einhverja smá brekku sko þetta er dauði. Í alvöru talað þá tók ég eitt skref áfram og 2-3 afturábak þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var lengi. Svo til að toppa allt þá var ég í sandölum (ekki spurja mig af hverju) og í hverju einasta skrefi kom steinn inní skóinn þannig að ég þurfti að stoppa til að ná honum úr. Maður gæti spurt sig ,,af hverju fór hún ekki bara úr skónum, hún er nú vön því" en ég kunni ekki við það svona um hábjartan dag. Maður var að heyra það að fólk er farið að stóla á það að hún Freyja haldi partý enda vel þekkt í þeim bransa. Hún greyið getur ekki einu sinni tekið sér eina helgi frí til að læra undir próf og þá verður allt vitlaust á götum bæjarins. Ég svo sem skil það voða vel en við Skytturnar þrjár verðum komnar back on track þegar við erum búnar að stúta prófunum. Ekki satt girls????
Jæja ætli ég verði víst ekki að halda áfram að læra svo ég skítfalli ekki á þessu prófi mínu.
Stína

p.s hvenær koma þessi blessuðu námslán....?