þriðjudagur, maí 25

Halló aftur

Jæja þá er maður sestur aftur fyrir framan tölvuna. Þetta verður samt sem áður bara stutt þar sem heilsan er ekki upp á sitt besta eins og er en ég er búin að vera lasin í dag og í gær og ég er að segja ykkur það að þetta er það allra leiðinlegasta. Ég sem ætlaði að vera svo geiðveikt dugleg og fara í ræktina eftir vinnu en nei mér á ekki að takast það. Ég verð bara að bæta úr því næstu daga. Júróvision partýið sem við fórum í var hin besta skemmtun og tókst mjög vel. Við fórum í drykkjuleik og drógum okkur land sem við áttum að halda með og drekka eins marga sopa og liðið fékk af stigum en Freyja greyið dró serbíu og svartfjallaland og hafði ekki við því enda fékk það land ca 280 stig eða eitthvað í líkindum við það en ég held að hún Fífí hafi nú eitthvað svindlað, alla vega komst hún niðrí bæ heheheh.

Það sem er svo á dagskrá um næstu helgi er að fara í fermingu hjá litlu syss en það er nú varla hægt að kalla þetta baunagras lítla lengur því hún stækkar upp úr öllu valdi. Já prinsessan er að fara að fermast og eftir því sem hún sagði mér í gær þá er hún að farast úr spenningi sem er bara gott mál.

Jæja þar sem heilsan er að hrella mig þá ætla ég að láta hér með staðar numið að bili
kv Stína

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home