miðvikudagur, maí 12

Komin aftur!!!

Jæja loksins er netið komið í lag hjá mér og ég er búin í prófum jibbí. two down one to go því bara Freyja er eftir og svo getum við djammað..... Það er búið að skipuleggja eitt alsherjarpartý heima hjá mér um júróvisjón helgina svo að allir sem ég þekki sem lesa þetta og ég hef gleymt að bjóða endilega mætið, takið þetta til sín sem eiga. Þetta verður alveg svakalegt partý með öllu tilheyrandi og síðan verður haldið í langþráða bæjarferð þar sem fjörið verður ekki síðra!!!!!!!

En annars er ekkert að frétta er bara búin að vera grafin undir skólabókum að þykjast læra svo ég og Guðrún myndum ekki fá samviskubit en það virkaði svona líka helvíti vel hehe. Æ það er svo langt síðan ég hef skrifað að ég nenni ekki að skrifa meira, læt betur í mér heyra seinna með frekari fréttir af gleðskapnum..

kveðja Bibba

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home