miðvikudagur, maí 12

Komin aftur!!!!

Helvítis tölvan er alltaf að fokka í mér ég var búin að skrifa þennan líka fína póst og hún bara týndi honum, held ég verði að fara á e-ð tölvunámskeið því ég er alger auli í svona tölvudrasli. Mágur hans Rikka var hérna að laga tölvuna og hún var bara full af e-ju rusli sem gerði hana svona trega. En netið var bilað út af símafólkinu sem er e-ð að stíða mér alltaf og vill helst ekki að ég sé með netsamband ætli þau hafi fundið skinkuna????

En allavega ég er búin í prófum og Guðrún líka til hamingju ezka þá er bara Freyja eftir og þá eru allir búnir nema Arna sem er e-ð að fíflast þarna í kennaraskólanum með að vera í prófum til 17.MAÍ sem er bara rugl og þýðir það eitt að hún missir af hinu rómaða júróvisíjónpartý sem ég ætla að halda reyndar ætlum við stelpurnar að halda það en það verður heima hjá mér þar sem það varð of stórt fyrir Hringbraut 119 þar sem við höldum venjulega öll okkar partý.. svo varið ykkur íbúar á Kórsölum 1 því nú verður djammað!!!! Ef það er e-r þarna úti sem finnst að þeim hinum sama hefði átt að vera boðið í þetta partý en var það ekki þá er honum/henni hér með boðið og ekkert röfl..Hildur ef þú lest þetta þú veist að þér er boðið en þú ert löglega afsökuð ef þú ert með annað partý í sigtinu....við hittumst bara níðrí bæ og tröllum þar :)

Annars er ekkert meira að frétta elskurnar mínar (þ.e. þessar örfáu hræður sem lesa skinkuna) ég læt meira í mér heyra seinna með frekari upplýsingar um partíið góða

kveðja Bibba

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home